Menu
Karfa

Augnháralengingar Námskeið (námskeiðin eru haldin á tíma sem að hentar þér þannig endilega hafðu samband)

Deisymakeup

  • 149.000 kr


Grunnámskeiðið er í heildina 3 dagar með módeltíma

Dagur 1 er 6 klst sem skiptist í bóklegt og verklegt.

Þá er farið yfir allar vörurnar sem eru í pakkanum.

Muninn á augnhárum og límum.

Algeng mistök og umhirðu svo lengingin endist sem lengst.

Eftir mat kemur módel og þá er æfð létt lenging.

Dagur 2 þá er komið með módel og farið aftur létt yfir allt saman og gerð full lenging á módeli.

Nemandi þarf að skila inn fyrir og eftir myndum af 10 módelum til þess að koma í lokaprófið og fá DIPLOMA sem augnháralenginga sveinn.

Hægt er að fá að æfa sig í aðstöðu hjá okkur.

Dagur 3 er lokaprófið sem er gerð full lenging á módeli án aðstoðar.

 

Framhaldsnámskeið

Lært er að gera lengingu með meiri fyllingu og lært á volume lashes og hvernig er hægt að nýta þau sem best.

Muninn á þyktinni og sveigunni af hárunum og hvernig er hægt að nota augnháralengingu til þess að minnka augnpoka (sjást minna) opna augnsvæðið þannig það birti til og fleira.

Við kennum þér að handgera fallega vængi sem gefa lengingunni meiri fyllingu og verður mun þéttari en venjuleg lenging.

Aðeins er hægt að taka framhaldsnámskeiðið ef þú hefur lokið grunnámskeiði því hentar námskeiðið einnig mjög vel fyrir þá sem hafa menntað sig og vilja læra nýja tækni eða fá endurmenntun.

Þeir nemendur sem hafa ekki tök á því að æfa sig heima við að gera augnhára lengingar geta leigt hjá okkur stól og æft sig hjá okkur.

 

Ef þú tekur bæði námskeiðin saman færðu 50 þúsund króna afslátt af framhaldsnamskeiðinu.

Námskeiðin eru gerð í sameiningu við fyrirtækið erlendis og munu þær koma í heimsokn til okkar þar sem að þið fáið tækifæri til þess að hitta þær og sjá hvernig þær vinna.

Hægt er að hafa samband ef þú vilt kennslu út á land eða fyrir fagmenn.

Augnháralenging er frábær leið til þess að vakna fersk og sleppa við að nota maskara.Ef notað er góðar vörur á þessi meðferð alls ekki að fara illa með eigin augnhár.

Mælt er með að koma í lagfæringu á sirka 2-3 vikna fresti til að halda lengingunni fallegri.

Námskeiðið gefur viðurkenningarskjal og er hægt að fá niðurgreitt hjá stéttarfélagi.

Hlökkum virkilega til þess að sjá ykkur.


We Also Recommend